Sambíóin Egilshöll opnar í dag

Í dag opnar nýtt kvikmyndahús í Egilshöll. Bíóið er rekið af Sambíóunum og er eitt það fullkomnasta í Evrópu. Það eru fjórir salir og ekkert hefur verið til sparast, salur 1 er með stærsta kvikmyndatjald landsins og allir salirnir eru með það nýjasta í tæknigeiranum, bæði hvað varðar mynd og hljóðgæði. Nú eru liðin 9 ár síðan Smárabíó opnaði og því hægt að segja að kominn hafi verið tími á nýtt bíó. Reykjavík er að stækka og Grafarvogur og Mosfellsbær er einmitt kjörinn staður því það eru líklega fáir staðir í Reykjavík þar sem fólk hefur þurft að ferðast jafn langt til að komast í bíó.

Opnunarmynd bíósins er Due Date, en hvaða mynd verður það sem þú sérð fyrst í Egilshöll?

Hér eru sýningatímar fyrir daginn í dag (föstudag):
Due Date: 1:50, 4:00, 5:45, 8, 8:20, 10:15, 10:40
Ævintýri Samma 3D ísl tal: 1:50, 3:50, 6:10
Red: 3:45, 6:00, 8:00, 10:20
Konungsríki Uglanna 3D ísl tal: 1:45, 4:00
Algjör Sveppi 3D ísl tal: 1:45, 4:00
Órói: 5:55
The Switch: 8:00
Let Me In: 10:20

Síðan eru hér nokkrar ljósmyndir frá opnuninni í gær: