Belgísk – kanadíska kvikmyndin „Angel at Sea“ vann aðalverðlaunin á 44. alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi um helgina.
Myndin er fyrsta mynd belgíska leikstjórans Frederic Dumont í fullri lengd.
Myndin fjallar um 12 ára strák sem býr með foreldrum sínum og eldri bróður út við hafið í Marokkó. Einn daginn segir faðir hans honum leyndarmál sem breytir lífi hans.
Myndin var valin úr 14 myndum sem kepptu um kristalshnöttinn, aðalverðlaun hátíðarinnar, af 7 manna dómnefnd. Formaður dómnefndar var Claudie Ossard.
Verðlaunaféð var 30.000 Bandaríkjadalir.

