RWWM trailerinn kominn ásamt plakati

Eins og var lofað þá er komið nýtt sýnishorn fyrir íslenska spennuþrillerinn Reykjavik Whale Watching Massacre. Þetta mun vera „international trailer“ og sýnir hann talsvert meira en teaserinn gerði. Hægt er að skoða þetta sýnishorn hér á forsíðunni eða undirsíðu myndarinnar (smellið á titilinn og þá eruð þið komin þangað). Við mælum helst með því að þið ýtið á „stækka“ hnappinn á vídeóspilaranum. Þetta brot er annars í sérstakri einkabirtingu hjá okkur og verður aðeins hægt að skoða það á völdum vefsíðum á næstu dögum.

Einnig var verið að gefa út glænýtt plakat fyrir myndina sem fylgir hérna með fréttinni.

Leikstjóri er Júlíus Kemp, Sjón skrifaði handritið og með aðalhlutverk fara Pihla Viitala, Terence Anderson, Helgi Björnsson, Miranda Hennessy, Snorri Engilbertsson, Ragnhildur Steinunn, Guðrún Gísladóttir og Gunnar Hansen (Leatherface sjálfur). Myndin er frumsýnd 4. september og verður með öllum líkindum bönnuð innan 16 ára.

Koma svo. Hvað finnst ykkur um þennan trailer?