Teiknimyndin Ralph rústari, eða Wreck-It Ralph, var í gær aðalsigurvegari Annie verðlaunahátíðarinnar þegar myndin vann fimm verðlaun, þar á meðal sem besta mynd.
Annie verðlaunin eru aðalverðlaunahátíð teiknimyndageirans, og myndir sem hafa orðið sigursælar þar þykja jafnan líklega til afreka á Óskarsverðlaunahátíðinni, en Wreck-It Ralph er einmitt tilnefnd til Óskarsverðlauna.
Verðlaunin hafa verið veitt í 40 ár, en það var ekki fyrr en árið 2002 sem byrjað var að veita verðlaun fyrir teiknimyndir á Óskarsverðlaununum.
Síðan 2002 þá hefur sigurmynd Annie verðlaunanna haldið áfram og unnið Óskarinn í 73% tilfella.
Wreck-It Ralph er fyrsta Disney teiknimyndin til að vinna Annie verðlaunin síðan árið 1998, þegar Mulan var valin sem besta teiknimyndin. Síðan þá hafa fyrirtækin Pixar og DreamWorks Animation einokað verðlaunin. Disney Animation hefur aldrei unnið til Óskarsverðlauna í teiknimyndaflokknum.
Disney Animation fékk einnig Annie verðlaunin fyrir bestu stuttmyndina, fyrir myndina Paperman, sem einnig er tilnefnd til Óskarsverðlauna.
Aðrar myndir til að vinna Annie verðlaun í gær voru m.a. Brave frá Pixar sem fékk tvenn verðlaun og Rise of the Guardians frá DreamWorks sem fékk einnig tvenn verðlaun.
Sjáðu Paperman hér að neðan: