Russell Crowe sem Öskubuska

Leikarinn og kyntröllið Russell Crowe er að öllum líkindum að fara að leika í kvikmyndinni The Cinderella Man, sem leikstýrt yrði af Lasse Hallström ( The Cider House Rules ). Universal og Miramax myndu bæði framleiða myndina, sem fjallar um hnefaleikakappann Jim Braddock sem öðlaðist skyndilega frægð þegar hann sló út heimsmeistarann Max Baer sem allir höfðu spáð sigri, í 15 lotu bardaga árið 1935.