Rodriguez og Trejo elda Taco

Leikstjórinn Robert Rodriguez, leikstjóri Machete, sem frumsýnd verður í september, og Danny Trejo, einn aðalleikarinn í myndinni, aðstoðuðu við að elda og dreifa taco skeljum úr sérstökum Machete trukk á Comic Con sem haldin var á dögunum í San Diego í Bandaríkjunum.

Vefsíðan ComingSoon.net fékk einkaviðtal við kappana þegar þeir voru að elda tacoið og er það birt hér að neðan.

Machete er, líkt og Expendabes, og reyndar fleiri nýlegar myndir, svo sem Valentine´s Day, með haug af stórstjörnum innanborðs og nægir þar að nefna, auk Danny Trejo, Jessica Alba, Robert De Niro, Michelle Rodriguez, Lindsay Lohan, Cheech Marin, Jeff Fahey, Don Johnson og Steven Seagal.

Machete er byggð á 2 og hálfs mínútna langri stuttmynd úr myndinni Grindhouse frá árinu 2007.