Marvel ofurhetjukvikmyndin Black Panther var langsamlega best sótta myndin í íslenskum kvikmyndahúsum um nýliðna helgi, en tekjur myndarinnar námu ríflega 14 milljónum króna. Í Bandaríkjunum var sömu sögu að segja en frumsýningarhelgi myndarinnar þar í landi er sú fimmta besta í kvikmyndasögunni, en tekjur námu 235 milljónum bandaríkjadala.
Í öðru sæti íslenska aðsóknarlistans er Lói – Þú flýgur aldrei einn, eins og í síðustu viku, og í þriðja sætinu er toppmynd síðustu viku, Fifty Shades Freed.
Tvær nýjar myndir aðrar eru á listanum. The Shape of Water, sem spáð er fjölda Óskarsverðlauna um næstu helgi fór beint í fimmta sæti listans, og í áttunda sætið fór teiknimyndin Bling.
Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: