Núna eru fimm dagar af tíu daga RIFF hátíðinni liðnir. Það hefur margt gengið á, Friðrik Þór, Hilmar Oddsson og Ragnar Bragason buðu gestum heim til sín að horfa á video. Milos Forman sýndi Amadeus í gær fyrir fullum sal og svaraði spurningum. Í kvöld verður bílabíó þar sem Með allt á hreinu verður sýnd. Á fimmtudagskvöld verður The Rocky Horror Picture Show sýnd þar sem gestir eru hvattir til að koma í búningum. Þannig að ljóst er að þetta er mjög litrík hátíð sem stendur yfir og hvetjum við alla að taka virkann þátt. Nánari upplýsingar eru á http://riff.is/
Hvaða myndir ert þú búin að sjá á RIFF?

