Sena frumsýnir Reykjavík-Rotterdam á
föstudag 3. okt í Smárabíói, Háskólabíói,
Laugarásbíói, Borgarbíói Akureyri og í Sambíóunum Selfossi og Keflavík.
Í fréttatilkynningu frá Senu segir að um sé að ræða frábæra spennumynd í leikstjórn Óskars Jónassonar sem gerð er eftir handriti Arnaldar Indriðasonar og Óskars Jónasonar. Með aðalhlutverk fara Baltasar Kormákur og Ingvar E. Sigurðsson en með önnur hlutverk fara Lilja Nótt, Þröstur Leo Gunnarsson, Ólafur Darri Ólafsson og Jörundur Ragnarsson. Baltasar
Kormákur leikur öryggisvörð og fyrrverandi sjómann sem afplánað hefur
fangelsisdóm fyrir áfengissmygl sem berst við að halda fjölskyldu sinni á
floti. Honum býðst að fara einn túr enn á flutningaskipi milli Reykjavíkur og
vel borgaður. Hann slær til, í þeirri von að koma sér á réttan kjöl en óvæntir
atburðir setja strik í reikninginn!
Þess má geta að Eysteinn Guðni Guðnason gaf myndinni 10 stjörnur hér á kvikmyndir.is

