Reeves er samúræji – Ný plaköt úr 47 Ronin

Gerð nýjustu myndar Keanu Reeves, 47 Ronin, hefur gengið eitthvað brösuglega, og frumsýningu myndarinnar hefur verið seinkað hvað eftir annað, en myndin er ævintýramynd í japönskum stíl. Heimildir herma að kostnaður við myndina hafi farið úr böndunum, en vonandi hefur þeim peningum þó verið vel varið!

Universal kvikmyndaverið sem framleiðir myndina stefnir nú á frumsýningu hennar næsta vetur, og er búið að gefa út fjögur ný plaköt fyrir myndina, til að kynda aðeins upp í þeim sem bíða með öndina í hálsinum eftir herlegheitunum:

ronin 1 ronin 2 ronin 3 ronin 4

Myndin gerist á 18. öld og fjallar um hóp japanskra samúræja striðsmanna sem hefna dauða meistara síns.

47 Ronin verður frumsýnd á jóladag, þann 25. desember nk.