Gamla kempan, kvikmyndaleikarinn Robert Redford, 71 árs, hefur gengið að eiga unnustu sína, listakonuna Sibylle Szaggars sem er réttum 20 árum yngri, eða 51 árs.
Athöfnin fór fram sl. laugardag Louis C. Jacob lúxushótelinu í Hamborg í Þýskalandi, en Szaggars er þýsk.
Að því er fram kom í þýska blaðinu The Hamburger Abendblatt voru 30 nánir vinir og fjölskyldumeðlimir viðstaddir athöfnina.
Szaggars er þekkt fyrir málverk sín og hefur sýnt þau víða um heim. Hún flutti til Sundance í Utah í Bandaríkjunum á tíunda áratug síðustu aldar, en Redford er einmitt búsettur í þeim sama bæ.

