Raimi kommentar loks á SM3

Ef mér skilst rétt þá voru afar margir ósáttir við Spider-Man 3 þegar hún kom út, en nú hefur það komið í ljós að leikstjóri myndarinnar, Sam Raimi, sé meðal þeirra.

Raimi hefur oft gefið í skyn að hann er og hefur aldrei verið mikill Venom-aðdáandi, en hann hefur aldrei beinlínis verið hreinskilinn varðandi álit sitt á þriðju myndinni. Hann nær oftast að trítla í kringum þá umræðu, þ.e.a.s. þangað til hann talaði við Empire núna nýlega.

„Ég fékk svakalega mikið frelsi þegar ég gerði fyrstu tvær myndirnar,“ sagði Rami í viðtali við heimasíðuna CHUD, sem vildi gjarnan spyrja hann nánar út í þessa mynd. „Það voru hins vegar fjölmargar mismunandi skoðanir varðandi þriðju myndina og voru framleiðendur ekki sammála flestu sem mig langaði til að gera. Venom reyndist vera eitt af því sem ég vildi bara alls ekki koma nálægt.“

Raimi talar líka um að kvikmyndir ættu að vera gerðar frá aðeins sjónarmiði leikstjóra, en ekki nefndar sem samanstendur af framleiðendum sem telja sig vita hvað best virkar fyrir heildina og hvað ekki. „Ég dýrka Spider-Man,“ bætir Raimi síðan við. „Ég dýrka hann það mikið að ég væri vel til í að gera fleiri sögur um hann. Það er annars bara ekki hægt að gera myndum góð skil með svona pressu frá framleiðendum. Ég trúi ekki að það hafi tekið svona langan tíma fyrir Marvel til að átta sig á því.“

Raimi er núna kominn af stað með fjórðu myndina, og ef hann fær að ráða öllu í þetta sinn má með öllum líkindum búast við einhverju jafn góðu og nr. 2. Eða svo vonar maður.