Pyntuð á rannsóknarstofu

Miðað við fyrstu stiklu úr nýjustu mynd Prometheus leikkonunnar Noomi Rapace, Rupture, þá bíður hennar sannkölluð helvítisvist á rannsóknarstofu, þar sem hún og fleiri eru pyntuð á hrottalegan og hugvitssamlegan hátt af kvölurum sem leiknir eru af  Peter Stormare og Michael Chiklis. Flótti er næstur á dagskrá!

noomiUm er að ræða hrollvekju um unga móður sem gefin er ólyfjan, henni rænt, og farið er með hana á dularfulla rannsóknarstofu, þar sem fyrrnefndar „tilraunir“ eru stundaðar.

Leikstjóri er Steven Shainberg, en hann er best þekktur fyrir að leikstýra Maggie Gyllenhaal í erótíska spennutryllinum Secretary.

Myndin er væntanleg í bíó í Bandaríkjunum í lok október, en er ekki með frumsýningardag hér á landi ennþá amk.

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan: