Prufuþáttur Baltasars verður ekki að seríu

baltasarMorgunblaðið greinir frá því í dag að ekkert verði af gerð þáttaraða eftir prufuþætti ( e. Pilot ) sem leikstjórinn Baltasar Kormákur gerði af þáttunum The Missionary.

Áður en hafin er framleiðsla á sjónvarpsþáttum í Bandaríkjunum eru fyrst gerðir prufuþættir, en síðan er tekin ákvörðun um hvort framleidd verði heil sería eða ekki, en það hefur orðið raunin  í þessu tilviki.

Það var HBO sjónvarpsstöðin bandaríska sem ákvað í júní árið 2012 að láta framleiða prufuþáttinn.

Leikarinn, og samstarfsmaður Baltasars í bæði 2 Guns og Contraband, Mark Wahlberg, var einn framleiðenda þáttarins.

The Missionary var njósnadrama sem átti að gerast í kalda stríðinu á sjöunda áratug síðustu aldar í Berlín í Þýskalandi. Handrit skrifaði Charles Randolph.

Aðalpersóna þáttarins er Roy, ungur bandarískur trúboði sem flækist í kaldastríðsplott þegar hann hjálpar ungri konu að sleppa frá Austur Berlín.