Strákar og stelpur á öllum aldri, munu strax næsta vor geta farið í Harry Potter búningana sína og upplifað Hogwarts kastala, keypt Quidditch dót, farið í alls kyns Harry Potter rússibana og tæki og drukkið smjörbjór þegar Harry Potter skemmtigarðurinn opnar í Orlando í Flórída í Bandaríkjunum, eftir langa bið.
Garðurinn verður á 20 hektara svæði og er tengdur Ævintýraeyjunni sem er á sama stað. Universal tryggði sér réttinn til þess að gera skemmtigarð eftir Harry Potter sögum J.K. Rowling í maí 2007, en hingað til hefur fátt verið látið uppi um hvað áætlað er að bjóða upp á í garðinum.
„Þetta verður skemmtigarður inni í skemmtigarði og mun bjóða upp á landslag eins og menn þekkja úr myndunum. Við reyndum að hafa eitthvað úr hverri bók með í hönnun garðsins,“ sagði Alan Gilmore, listrænn stjórnandi Harry Potter myndanna sem er að hjálpa til við hönnun garðsins.
Hér má lesa meira um garðinn.

