Fimmtudaginn 17. desember verða sérstakar morgunsýningar á Star Wars: The Force Awakens í Sambíóunum Kringlunni.
Í tilkynningu frá Sambíóunum segir að fyrsta sýning verði kl. 8 um morguninn og verður myndin síðan sýnd allan daginn eftir það.
Star Wars: The Force Awakens verður nánar tiltekið sýnd í 3D klukkan 08:00 og 11:00 og í 2D klukkan 09:00 og 12:00.
Það er ekki oft sem boðið er upp á bíó fyrir morgunhana þessa lands, og því má segja að þetta sé gullið tækifæri til að fá sér popp í morgunmat, og sjá eina mest umtöluðu mynd seinni ára snemma dags!

