Polanski bestur í Berlín

Leikstjórinn Roman Polanski, sem nú situr í stofufangelsi í Sviss vegna framsalskröfu Bandaríkjamanna á hendur honum vegna áratugagamals máls sem snýst um að hann hafi haft samræði við stúlku undir lögaldri, vann leikstjóraverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Berlín í dag, laugardag. Verðlaunin fékk Polanski fyrir pólitísku spennumyndina The Ghost Writer

Myndin fjallar um leigurithöfund ( þ.e. rithöfundur sem skrifar í nafni annars manns) sem fenginn er til að skrifa minningar fyrrum bresks ráðherra. Þegar hann er byrjaður á verkinu kemst hann að leyndarmáli sem setur líf hans í hættu.

Evan McGregor leikur rithöfundinn.