Patrick Swayze látinn

Fyrrum ’80s stjarnan Patrick Swayze lést í gær af völdum krabbameins, sem hann hafði verið að berjast við í rúmt ár. Hann var aðeins 57 ára að aldri.

Swayze hefur kannski ekki átt líflegan feril undanfarin ár (þótt hann verði ávallt talinn nokkuð eftirminnilegur í Donnie Darko) en á níunda áratugnum (og snemma á þeim tíunda) var hann gríðarlega vinsæll. Hann er sennilega frægastur fyrir Dirty Dancing, Point Break, Road House og Ghost.

Hvíl í friði.