Patel í viðræðum við Blomkamp

dev-patel-may-star-in-sci-fi-movie-chappie-for-neill-blomkampSlumdog Millionaire-leikarinn Dev Patel er í viðræðum við Suður-Afríska leikstjórann Neill Blomkamp vegna myndarinnar Chappie. Myndin er byggð á stuttmynd sem Blomkamp gerði árið 2004 og kallast Tetra Vaal. Myndin fjallar í stuttu máli um vélmennalöggur í fátækrahverfum í Suður Afríku.

Patel er í viðræðum vegna hlutverks manns í fátækrahverfi sem er umvafið vélmennalöggum. Sharlto Copley mun einnig leika í myndinni og fer þar með hlutverk vélmennalöggu. Verður þetta því í þriðja skipti sem hann vinnur með Blomkamp. Copley hefur áður leikið aðalhlutverkið í District 9 og mun fara með aukahlutverk í Esylum.

Margir hafa velt fyrir sér hvort Blomkamp myndi ráðast næst í gerð framhalds að District 9 en útlit er fyrir að biðin verði lengri. Elysium verður frumsýnd 9. ágúst vestanhafs og er henni beðið eftir með mikilli eftirvæntingu.

Hér fyrir neðan má sjá brot úr stuttmyndinni Tetra Vaal, sem kvikmyndin Chappie verður byggð á.