Eins og búið var að spá fyrir um þá var myndin Oz the Great and Powerful langvinsælasta myndin í Bandaríkjunum nú um helgina og þénaði 80,3 milljónir Bandaríkjadala. Um er að ræða tekjuhæstu mynd á frumsýningarhelgi það sem af er þessu ári, auk þess sem þetta er þriðja tekjuhæsta mynd á frumsýningarhelgi í mars frá upphafi.
Utan Bandaríkjanna þénaði myndin rétt um 70 milljónir dala og í heildina eru tekjur af myndinni því orðnar 150,2 milljónir dala.
Heildarkostnaður við myndina er sagður vera um 215 milljónir dala.
Önnur vinsælasta myndin var Jack the Giant Slayer, önnur mynd sem kostaði í kringum 200 milljónir dala að gera, en tekjunar af henni voru þó langtum minni um helgina en af Oz the Great and Powerful, eða 10 milljónir dollara. Í heildina hefur Jack the Giant Slayer þénað 43,8 milljónir dala í Bandaríkjunum síðan hún var frumsýnd um síðustu helgi.
Önnur ný mynd, Dead Man Down, nýjasta mynd Colin Farrell þénaði 5,4 milljónir dala í fjórða sæti aðsóknarlistans.
Hér að neðan er listi yfir 10 vinsælustu myndir helgarinnar í Bandaríkjunum:
Oz the Great and Powerful, 80,3 milljónir dala.
Jack the Giant Slayer, 10 milljónir dala.
Identity Thief, 6,3 milljónir dala
Dead Man Down, 5,4 milljónir dala
Snitch, 5,1 milljón dala
21 and Over, 5,06 milljónir dala
Safe Haven, 3,8 milljónir dala
Silver Linings Playbook, 3,7 milljónir dala
Escape From Planet Earth, 3,2 milljónir dala
The Last Exorcism Part II, 3,1 milljón dala