Óttaðist slagsmál við Aniston

Bandaríski leikarinn T.J. Miller hafði miklar áhyggjur af slagsmálasenu hans og Jennifer Aniston í jólagrínmyndinni Office Christmas Party, sem kemur í bíó á morgun, miðvikudag.

Leikarinn, sem er 35 ára gamall þurfti að slást við fyrrum Friends stjörnuna í myndinni, en þau tvö leika systkinin Clay Vanstone og Carol Vanstone sem lenda í rifrildi eftir að bróðirinn ákveður að halda tryllt jólapartý fyrir mikilvægan viðskiptavin.

office-christmas-party

„Ég var mikið að velta fyrir mér hvernig þetta yrði. Sem betur fer þá tók hún létt á mér. Ég held að ég myndi aldrei sigra hana í slag ef við myndum slást í alvörunni. Hún er lipur og alltaf búinn að drekka vel af vatni. Ég held að það sé allt þetta sódavatn,“ sagði Miller við dagblaðið Daily Star.

Og hann hafði góða ástæðu til að hafa áhyggjur, þar sem hin 47 ára gamla leikkona braut í honum rifbein aðeins nokkrum mínútum eftir að þau hittust á tökustað, en hann segir að það hafi bara orðið til þess að þau náðu betri andlegri tengingu.

“Um leið og við hittumst, þá tók hún mig haustaki og henti mér í Pildriver stöðu ( manneskju haldið þétt upp að sér á hvolfi ) og braut í mér rifbein.  Þannig að mér fannst við strax ná mjög vel saman.”

Í myndinni reynir persóna Jennifer, sem er forstjóri í stóru fyrirtæki, að koma í veg fyrir risastórt jólapartý sem haldið er í skrifstofu fyrirtækisins í Chicago sem bróðir hennar rekur.

350 aukaleikarar myndarinnar voru beðnir um að beita fyrir sig spunaleik. Tvö þeirra gerðu þó meira en þau voru beðin um, þegar þau þóttust stunda munngælur á meðan tökur á einu atriði fór fram.

Olivia Munn þurfi að taka umrætt atriði upp aftur vegna þessa. “Við ákváðum að taka aftur því að höfuð hans var á milli fóta hennar,” sagði Munn.