Óskarinn minn er í nærbuxum

eddieBreski Óskarsverðlaunahafinn Eddie Redmayne, 34 ára, aðalleikarinn í Fantastic Beasts and Where to Find Them, sem fékk Óskarsstyttuna eftirsóttu árið 2015 fyrir leik sinn í hlutverki Stephen Hawking í The Theory of Everything, geymir styttuna uppi á hillu heima hjá sér, en hefur passað að hún særi ekki blygðunarkennd neins sem kemur í heimsókn .

„Óskarinn minn er í íbúð minni í Lundúnum, við hliðina á sófanum og er glansandi og næstum óraunveruleg að sjá.

„Og hún er í nærbuxum, sem Jimmy Kimmell [spjallþáttastjóri] sendi mér. Hvítum nærbuxum með frönskum rennilás og blárri rönd.“

Eddie er mikill aðdáandi annarra breskra kvikmyndastjarna, þó hann hafi enga skýringu á því afhverju landar hans eru svo vinsælir í Hollywood þessi misserin, eins og raun er vitni.

Spurður um þetta í samtali við Heat tímaritið, svaraði hann: „Vá, maður, ég hef enga hugmynd. En við erum heppnir, og megi það halda áfram sem lengst.“

„Ég dáist að svo mörgum – Ben Whishaw er snillingur. Andrew Garfield, Ben Cumberbatch. Jack O’Connell – mér finnst hann frábær. Það er langur listi.“