Opinbera vefsíðan fyrir stærstu ofurhetjumynd næsta vors – Watchmen – hefur litið dagsins ljós. Það er töluvert síðan heimasíðan sjálf opnaði en ekkert efni hefur verið á henni þangað til núna, og er opnunin tengd Comic Con hátíðinni sem er nú í gangi vestanhafs. Vefsíðan er ótrúlega yfirdrifing og byrjar á því að spila magnaða trailerinn sem margir kannast nú eflaust við. Á síðunni má einnig finna videodagbækur, hálfgert blogg og á bakvið tjöldin video ásamt ljósmyndum og fleiru.
Þetta er því ansi vænn pakki sem Warner Bros hafa hent í okkur, en myndarinnar er beðið með ótrúlegri eftirvæntingu, enda er þetta ein frægasta og virtasta myndasaga allra tíma. Hins vegar er nokkuð síðan þessar videodagbækur sem eru á síðunni komu út, og eru þær aðgengilegar á undirsíðu myndarinnar hér á Kvikmyndir.is. Videodagbækurnar fara m.a. yfir áhættuatriðin, búningahönnunina og leikstjórinn Zack Snyder kynnir myndina.
Smelltu hér til að fara á vefsíðu Watchmen
Watchmen verður frumsýnd á Íslandi 6.mars 2009.
Tengdar fréttir

