Steven Spielberg og Will Smith hafa lengi verið að þróa bandaríska Oldboy-mynd, en núna hafa þeir opinberlega gefist upp og skv. heimildum Latino Review verður ekkert meira minnst á verkefnið framar.
Spielberg og Smith ætluðu að setja á sig framleiðendahúfurnar og búið var að ákveða að Smith átti að leika aðalhlutverkið. Þeir hafa hins vegar átt í heilmiklum erfiðleikum með að koma verkefninu af stað, og sagt er að mótmæli aðdáenda Chan-Wook Park myndarinnar hafi verið fullmikil.
Það hafa þó ekki allir aðdáendur áttað sig á því að áætlað var að gera bandaríska útgáfu af samnefndu myndasögunum, en ekki upprunalegu myndinni, sem þótti ekki að vera trú uppruna sínum.

