Löngu áður en velgengni Spider-Man 2 kom í ljós var búið að staðfesta þriðju myndina. Nú því miður þurfum við að bíða í meira en 2 ár í þetta sinn, því planað er þegar að myndin komi út í byrjun maí 2007. Hins vegar eru komnar í ljós margar töff staðreyndir sem ættu sérstaklega að gleðja aðdáendur fyrirbærisins:
Sam Raimi,Tobey Maguire og Kirsten Dunst snúa öll aftur – reyndar í síðasta sinn – svo er sagt.
Líklegt er að Harry Osborn (James Franco) muni klæðast miklu grænu. Eliza Dushku er orðuð til að leika illmennið ‘Black Cat.’
Geimfarinn John Jameson snýr aftur utan úr geimnum með ‘auka farþega’ (já, þið – sem þekkið til sögunnar – giskuðuð rétt).
Einnig er gert ráð fyrir að Michael Chabon, David Koeppog Alfred Gough sjái um handritið, sem þýðir að öfl þeirra sem stóðu á bakvið seinni myndina og sú fyrstu munu sameinast.
Ég veit ekki um ykkur en þetta hljómar helvíti vel. Hefst nú biðin…
X-Men 2 var einnig mjög virt ofurhetjumynd og líkt og með Spider-Man 2 þótti hún skv. almenningsáliti mun betri en fyrri myndin. Kringum sumarið 2006 mun þriðja X-Men myndin líta dagsins ljós og þegar er undirbúningur hennar hafinn. Miklar viðræður hafa orðnar við leikaranna, og það er búið að staðfesta það að Halle Berry mun ekki vera með núna. Leikkonan mótmælti gagnvart hversu lítið persóna hennar, Storm, kæmi við sögu í þriðju myndinni.
Hún hafði lengi ætlað að gera þriðju myndina, en þar sem hún er Óskarsverðlaunahafi telur hún sig hafa þann ‘standard’ að hún geri ekki minniháttar hlutverk eins og orðað var. En jæja, slíkt getur haft áhrif á Óskarsverðlaunahafa.
Og talandi um X-Men, þá átti leikstjóri myndanna, Brian Synger, víst einhvern fund með Warner Bros. framleiðendum, og þeir vilja fá hann til að leikstýra væntanlegri Superman endurgerð. Synger hefur ekki enn gefið opinbert svar, en tökur á X3 munu hefjast snemma á næsta ári, en þessi ákvörðun myndi þýða tiltölulega mikla seinkunn á því. Einnig þyrfti hann að leggja endurgerðina af Logan’s Run til hliðar skildi hann ákveða að taka þetta að sér. McG (leikstjóri Englamyndanna) hafði lengi verið orðaður um að leikstýra Superman, en í ljós kom að það hafði aldrei verið 100% staðfest.
Leikaraval er einnig vel umrætt á þessari mynd. Hinn ungi Shia LaBeouf (Mjög þekkt nafn Vestanhafs – sáuð hann kannski í Charlie’s Angels: Full Throttle eða Holes) sagði í viðtali við USA Today að hann fái mögulega hlutverk Jimmy Olsen í þeirri mynd. Jafnframt ræddi hann um nokkur ‘möguleg’ nöfn fyrir stærri hlutverkin. Hann sagði að skildi McG fá að gera myndina myndi hann fá Scarlett Johanson í hlutverk Lois Lane, Johnny Depp (??) í hlutverk Lex Luther og svo einhvern óþekktan leikara í titilhlutverkið.
Þetta fer alveg með mann vegna spennu, en aðeins þolinmæði læknar það.

