Nýtt Phantom Menace plakat

Þeir sem sáu Star Wars: Episode I – The Phantom Menace í bíó á sínum tíma eru ábyggilega að leka úr spenningi yfir því að geta notið hennar aftur á stóra skjánum, svo ekki sé minnst á allar þær kynslóðir sem misstu af henni.

Ef einhver skynjar vott af kaldhæðni í þessari setningu þá ætti það að stemma. Glöggir aðdáendur og kvikmyndaáhugamenn vita að um er að ræða þá mynd sem er talin vera einhver stærstu vonbrigði mannkynssögunnar.

Næsta vor verður The Phantom Menace sýnd í bíó í fyrsta sinn í þrívídd og ári síðar kemur Attack of the Clones, svo kemur Revenge of the Sith árið 2014 og svo koll af kolli.

Lucasfilm hafa gefið út glænýtt plakat fyrir myndina, sem er ekki að leyna þrívíddarupplifunni jafnmikið og Jake Lloyd, sem er hvergi sjáanlegur.

Tékkið á þessu: