Nýtt kvikmyndir.is merki

Kvikmyndir.is hefur fengið nýtt stórglæsilegt merki, eða lógó, eins og sjá má efst í vinstra horni síðunnar – og hér að neðan í fréttinni. Hönnuður merkisins sjálfs er Stefán Einarsson grafískur hönnuður og sá sem hannaði letrið er Bjarki Lúðvíksson grafískur hönnuður.
Eins og glöggt má sjá þá þá er merkið sjálft stafurinn K, sem stendur fyrir kvikmyndir.is, búinn til úr kvikmyndafilmu.

Við vonum að notendum eigi eftir að líka vel við þessa breytingu á síðunni.