Íslenska teiknimyndin Lói – Þú flýgur aldrei einn kemur í bíó í dag, en myndin var frumsýnd við hátíðlega athöfn í gær. Myndin verður sýnd í Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó og Borgarbíói Akureyri.
Lói er ófleygur þegar haustið kemur og farfuglarnir fljúga suður á bóginn. Hann þarf að lifa af harðan veturinn og kljást við grimma óvini til að eiga möguleika á að sameinast aftur ástvinum sínum að vori.
Friðrik Erlingsson skrifar handrit myndarinnar og Árni Ólafur Ásgeirsson leikstýrir, ásamt Gunnari Karlssyni sem jafnframt er höfundur útlits og persóna. Hilmar Sigurðsson og Haukur Sigurjónsson eru framleiðendur myndarinnar, auk Ives Agemans hjá Cyborn í Belgíu.
Aðstandendur:
Leikstjórn: Árni Ólafur Ásgeirsson
Leikarar: Jamie Oram, Harriet Perring, Iain Stuart Robertson, Þórunn Erna Clausen, Richard Cotton, Colin Mace, Thomas Arnold, Debbie Chazen, Georgina Sutcliffe
Áhugaverðir punktar til gamans:
– Sagan í myndinni og handritið er eftir Friðrik Erlingsson og hönnuður útlits og aðstoðarleikstjóri var Gunnar Karlsson.
-Tónlistin í Lói: Þú flýgur aldrei einn er samin af Atla Örvarssyni og er umfangsmesta tónlistarverkefni sem ráðist hefur verið í fyrir kvikmynd hér á landi, en hún var tekin upp í Hofi með sextíu manna
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og tveimur kórum.