Nýtt í bíó – Bridge of Spies

Njósnatryllirinn Bridge of Spies með Tom Hanks í aðalhlutverkinu, verður frumsýnd á morgun, föstudag,  í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói Akureyri.

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

Leikstjóri myndarinnar er Steven Spielberg og handritshöfundar þeir Matt Charman og Ethan Coen og Joel Coen. Í aðalhlutverkum eru auk Tom Hanks þau Mark Rylance, Amy Ryan og Alan Alda.

tom hanks

Myndin byggir á U-2 atvikinu sem gerðist árið 1960. Bandarískur lögfræðingur er ráðinn af CIA á tímum Kalda stríðsins til að hjálpa til við að bjarga flugmanni sem er í haldi í Sovétríkjunum.

Í tilkynningu frá Senu segir að myndin hafi hlotið frábæra dóma, og sé af mörgum talin eiga Óskarsverðlaunatilnefningu í vændum!

Áhugaverðir punktar til gamans: 

– Bridge of Spies var frumsýnd í Bandaríkjunum og víðar um miðjan október og hefur hlotið frábæra dóma virtustu gagnrýnenda. Myndin er þegar þetta er skrifað með 8,1 í meðaleinkunn á Metacritic, 8,3 á Imdb.com og á Rotten Tomatoes er hún með 9,3 hjá gagnrýnendum og 9,1 hjá notendum. Myndinni er nú spáð mikilli velgengni á verðlaunahátíðum ársins og þykir líklegt að hún fái tilnefningu til Óskars fyrir a.m.k. leik, handrit og leikstjórn

– Upphaflegt handrit myndarinnar er eftir Matt Charman, en það var síðan endurskrifað af Coen-bræðrunum Ethan og Joel að beiðni Spielbergs. Þess má geta að sá hluti handritsins sem gerist í réttarsölunum þegar James er að verja Rudolf er að stórum hluta orðréttur úr réttargögnum málsins.

– Heiti myndarinnar, Bridge of Spies, er komið frá Glienicke-brúnni í Berlín, en hún fékk á sig viðurnefnið „Njósnarabrúin“ eftir að hafa oft verið notuð í fangaskiptum Bandaríkjanna og Sovétríkjanna í kalda stríðinu.