Ign.com var að birta trailer úr myndinni Surrogates með viðtölum við aðila sem koma að gerð myndarinnar. Surrogates er vísindaskáldskapur þar sem mannfólk lifir líf sitt í gegn um fjarstýrð vélmenni sem þau stýra heiman frá sér. Þetta gerir fólki ekki aðeins kleift að velja hvernig það lítur út heldur veitir þetta mannfólki ákveðna vernd gegn því að slasa sig eða dauða vegna slysfara. Hins vegar kemur upp sú staða að fólk sé að deyja heima hjá sér eftir að vélmenni þeirra hafa verið drepin. Þar kemur Bruce Willis til sögu en hann leikur FBI fulltrúa sem rannsakar þessa atburði.
-
Sýnishorn
- • Surrogates: Trailer og viðtöl

