Nýr RWWM trailer væntanlegur

Á morgun (fimmtudaginn 6. ágúst) verður glænýr trailer fyrir íslenska spennuþrillerinn Reykjavik Whale Watching Massacre frumsýndur á netinu og verður m.a. hægt að sjá hann hér inná Kvikmyndir.is.


Reykjavík Whale Watching Massacre segir frá hópi erlendra ferðamanna sem fara í hvalaskoðun. Þegar bátur hópsins verður vélarvana kemur hvalveiðiskip nokkuð fyrst á vettvang, og eru áhafnarmeðlimir þess allt annað en hrifnir af ferðamönnum í hvalaskoðun.

Myndin verður frumsýnd í byrjun september.



Hvernig er þessi mynd að leggjast í fólk annars? Þ.e.a.s. ef miðað er við gamla teaser-inn.