Nýr og vægðarlaus álfur

Þegar annar hluti Hobbita þríleiksins; The Hobbit: The Desolation of Smaug kemur í bíó þann 13. desember nk. þá mun fólk sjá eitt glænýtt andlit í Middle-earth. Hér er um að ræða álfastríðsmanninn Tauriel, sem leikin er af Evangeline Lilly, sem er fræg úr sjónvarpsþáttunum Lost.

Sjáðu myndina hér fyrir neðan sem birtist fyrst í Entertainment Weekly tímaritinu, og smelltu til að sjá hana stærri:

HBT2-fs-140204.DNG

„Hún er dálítið glannaleg og algjörlega vægðarlaus, og hikar ekki við að drepa,“ segir Lilly. Þessi persóna, Tauriel, kemur ekki við sögu í bókinni um Hobbitann eftir J.R.R. Tolkien, né í nokkurri annarri bók höfundarins.

Leikstjóri Hobbitans, Peter Jackson, og meðhöfundar hans í Hobbita þríleiknum, Fran Walsh og Philippa Boyens, fundu upp þessa persónu til að víkka út álfaveröldina í Mirkwood skógi – og til að bæta meira af kvenlegum krafti í hið fremur karllæga Hobbita umhverfi.