Nýjar myndir úr Avatar

Okkur voru að berast myndir úr Avatar. Á fyrri myndinni sést Sam Worthington sem fer með aðalhlutverkið í myndinni, og bak við hann sést einhver vera fljótandi í bláum vökva sem er mjög líklega einn af Avatörunum.

Mannverur geta ekki andað á heimaplánetu Na’vi veranna þá hafa þeir búið til Avatars sem eru líkneski af Na’vi. Tækni gerir þeim svo kleift að fjarstýra þeim með hugarafli.

Á seinni myndinni sést James Cameron með eina af myndavélunum sem notuð var við tökur á myndinni.

Ég minni enn og aftur á Avatar daginn sem verður haldinn hátíðlegur hér á Íslandi í boði Senu 21.ágúst, hægt verður að sjá trailer myndarinnar frítt, í þrívídd og í bíósal Smárabíó. Sena mun einnig bjóða upp á léttar veitingar í tilefni dagsins. Frekari upplýsingar má finna hér.

Sam Worthington fer með aðalhlutverkið í Avatar
Smellið á myndina til að stækka hana
Cameron með hátækni myndavél