Ný Vacation-mynd á leiðinni?

New Line hafa nýlega tjáð áhuga að framleiða nýja mynd í (National Lampoon) Vacation-seríunni, sem myndi bæði vera framhaldsmynd og sjálfstæð gamanmynd. Planið er þó að hafa ekki Chevy Chase í forgrunni í þetta sinn (enda 65 ára), heldur soninn, Rusty, sem var bara unglingur í gömlu myndunum.

David Dobkin (Wedding Crashers) mun framleiða og hugsanlega leikstýra, og hann telur ekki ólíklegt að Chevy Chase og Beverly D’Angelo komi fram í cameo-hlutverkum sem „amman og afinn“ í sögunni.

Þessi ónefnda Vacation-mynd er enn í þróun, þannig að dagsetning er óákveðin. Eitt er þó víst: Randy Quaid mun EKKI snúa aftur sem Eddie, sem er fínt, enda held ég að engum langi til að sjá hann eftir Christmas Vacation 2 (sem var sjálfstætt framhald þriðju myndarinnar í seríunni, en samt fimmta myndin í Vacation-seríunni – spes).