Tómas Valgeirsson aðalgagnrýnandi kvikmyndir.is hefur birt umfjöllun sína um hina glænýju íslensku kvikmynd Gauragang hér á síðunni, en myndin verður frumsýnd á annan í jólum. Skemmst er frá því að segja að Tómas er ekki yfir sig hrifin og telur myndina skorta hlýju og sé ekki eftirminnileg. „Ormur er bara eins og hann er og mér finnst það frekar niðurdrepandi að fylgjast með honum út heila kvikmynd án þess að sjá einhverja þróun á honum eða kynnast honum betur að minnsta kosti,“ segir Tómas meðal annars í umfjöllun sinni, og gefur myndinni 5 stjörnur af 10 mögulegum.
Lesið umfjöllunina í heilu lagi hér.
Alexander Briem leikur Orm Óðinsson og ferst það vel úr hendi að mati Tómasar.