Ný stikla úr The Gambler

The_Gambler_posterNý stikla úr kvikmynd Rupert Wyatt, The Gambler, var opinberuð í dag. Í myndinni fer Mark Wahlberg með hlutverk fræðimanns sem missir tökin á fjárhættuspilamennsku sinni og verður spilafíkill. Myndin er endurgerð á dramamynd frá árinu 1974 þar sem James Caan lék aðalhlutverkið.

Endurgerðin hefur verið lengi í pípunum og tilkynnti Paramount Pictures árið 2011 að myndin yrði gerð. Í fyrstu átti endurgerðin að vera samstarf leikarans Leonardo DiCaprio og leikstjórans Martin Scorsese, en eftir að þeir hættu við kom leikstjórinn Todd Phillips inn í verkefnið. Að lokum var myndin gerð undir stjórn Wyatt sem fékk til sín Wahlberg.

Myndin er væntanleg í kvikmyndahús þann 19. desember. Með önnur hlutverk í myndinni fara m.a. Brie Larson, John Goodman og Jessica Lange.

Hér að neðan má sjá nýja stiklu úr The Gambler.