Vin Diesel lét hafa eftir sér á dögunum á facebook að framhald að myndinni Riddick væri í vinnslu og nú væri verið að ákveða hvort hún ætti að vera „PG-13“, líkt og The Chronicles of Riddick eða „R“ -rated eins og Pitch Black.
David Twohy mun allavega skila af sér handriti í næsta mánuði. Hann skrifaði handritin fyrir The Chronicles of Riddick og Pitch Black á sínum tíma. Hann skrifaði einnig handritinu að The Fugitive (1993) sem fékk ein Óskarsverðlaun og 6 aðrar tilnefningar. Hann er hins vegar einnig ábyrgur fyrir myndinni Waterworld sem kostaði fimmfalt meira en hún þénaði og fékk þann vafasama heiður að vera titluð versta mynd allra tíma ad Razzie Awards.
Það er því óhætt að segja að myndin gæti orðið alger snilld eða tómt rusl. Persónulega fannst mér Pitch Black fín mynd og ég er hóflega spenntur að sjá hvernig næsta mynd verður.

