Ný gagnrýni um A-Team og Bjarnfreðarson

Það er komin glæný kvikmyndir.is gagnrýni á A-Team, hasarmyndina sem verður frumsýnd þann 16. júní nk.

Tómas kvikmyndagagnrýnandi gefur myndinni 7 stjörnur af 10 mögulegum, sem er nú bara töluvert gott, enda Tommi kröfuharður. „Keyrsla myndarinnar er sterkasta hlið hennar. Hún er ofboðslega hröð og hættir nánast aldrei nema til að krydda örlítið upp á pappírsþunna plottið eða tvívíðu persónusköpunina. Það hljómar eins og galli auðvitað, en þegar um svona mynd er að ræða, þá skiptir fátt annað máli heldur en fjörið og töffaraskapurinn…“ segir Tómas.

Eins og sjá má hér neðar á forsíðunni þá eru að bætast inn umfjallanir eins og frá Ívar Jóhanni Arnarsyni sem gefur Bjarnfreðarsyni 8 stjörnur af 10 mögulegum. Það er athyglisvert að rifja Bjarnfreðarson upp núna einmitt þegar Georg sjálfur er að verða borgarstjóri í Reykjavík. „Bjarnfreðarson er mjög fyndin á köflum og dramað helst í jafnvægi,“ segir Ívar.

Þeir eru eitursvalir og grjótharðir naglarnir í A-Team.