Bjarnfreðarson
2009
Frumsýnd: 26. desember 2009
105 MÍNÍslenska
Kvikmyndin Bjarnfreðarson er lokakaflinn í sögu félaganna Georgs,
Ólafs og Daníels, sem hafa ferðast nauðugir saman í gegnum lífið í
sjónvarpsþáttaröðunum Næturvaktinni, Dagvaktinni og Fangavaktinni.
Það er fylgst með því hvað verður um þá Ólaf Ragnar og Daníel eftir atburði
Fangavaktarinnar auk Georgs, en einnig er sérstaklega beint sjónum að
honum... Lesa meira
Kvikmyndin Bjarnfreðarson er lokakaflinn í sögu félaganna Georgs,
Ólafs og Daníels, sem hafa ferðast nauðugir saman í gegnum lífið í
sjónvarpsþáttaröðunum Næturvaktinni, Dagvaktinni og Fangavaktinni.
Það er fylgst með því hvað verður um þá Ólaf Ragnar og Daníel eftir atburði
Fangavaktarinnar auk Georgs, en einnig er sérstaklega beint sjónum að
honum og bakgrunni hans. Fáum við að sjá hvernig æsku Georg átti, en
hún var ekki sérlega lík þeirri æsku sem flestir venjulegir Íslendingar eiga
að venjast. Hann átti föður sem var meira en lítið strangur við hann, auk
þess sem móðirin er ekki eins og fólk er flest. Gæti verið að æska Georgs
og þær hremmingar sem hann lenti í á þeim tíma hafi gert hann að þeim
undarlega manni sem hann er í dag? Og það sem meira er: getur þetta
skrímsli sem hann er orðið einhvern tíma orðið að manni á ný?... minna