Núna geta allir bætt við upplýsingum

Núna um helgina kynnum við til sögunnar auðveldari leið fyrir notendur að senda inn ábendingar um nýjar upplýsingar inn í gagnagrunninn okkar. Það hafa alltaf reglulega komið inn ábendingar á e-mailið kvikmyndir@kvikmyndir.is um nýja trailera, plaköt, söguþræði, leikara, titla og margt fleira. Við þökkum ykkur fyrir það.

Núna geta notendur sent þessar ábendingar beint á síðunni. Í raun eru tvær nýjungar, í fyrsta lagi er kominn takki sem heitir „breyta upplýsingum“ á bíósíðunum. Hér er hægt að breyta upplýsingum um þá titla sem eru þegar í gagnagrunninum. Hinsvegar er kominn takki hér og þar um síðuna sem heitir „bæta við bíómynd„. Hér er hægt að bæta við titli sem hefur ekki verið til í gagnagrunninum.

Stjórnendur síðunar munu svo fara yfir innsendar upplýsingar sem fyrst (yfirleitt samdægurs) og birta þær á síðunni.

Gagnagrunnurinn er orðinn rúmlega tíu ára gamall og í stöðugri uppbyggingu. Þegar þetta er skrifað eru 4676 titlar, 24006 persónur og 3298 trailerar í grunninum. Við vonumst til með að þessar nýjungar eigi eftir að gera síðuna enn stærri og áræðanlegri.