Gagnrýni eftir:
Master and Commander0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta var alveg fín mynd, þetta var alveg ágæt upplifun, það er erfitt að gera mynd um sjóorustur á þessum tíma spennandi þess vegna fær hún svoldinn bónus frá mér :).
Mér fannst myndin vera stutt, hún hélt manni einhvern veginn,
mórallinn í salnum var alveg ágætur fólk hló að þeim góða brandara sem Russel kom með.
Megi guð geyma konur okkar og ástkonur, og sjá til þess að þær muni aldrei hittast :)
Man ekki hvort þetta var akkúrat svona, en myndin var ágætis skemmtun, manni leiddist ekkert á henni, en samt mistókst henni að halda manni í þvílíkri spennu eins og Hringjadróttinssaga gerir.
Bad Boys II0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Alveg skítsæmileg mynd, bara ágætur mórall og húmor í henni,
samt þetta grín með það að þeir voru alltaf að pirrast útí hvern annann var rosalega pirrandi. Ágætar brellur og atriði, Jerry Bruckhiemer ætti samt að fara að gera einhverjar almennilegar myndir eins og The Rock aftur, sem dæmi þá var Pearl Harbour alveg hörmuleg :S
The Transporter0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er snilld, Luc Besson er að gera sína bestu hluti með þessari mynd sem er stútfull af flottum bíla og slagsmálaatriðum.
Toppmaðurinn Jason Statham(Snatch) leikur fyrrverandi hermanninn Frank sem er flóttabílstjóri glæpamanna, hann setur sér reglur sem hann fer alltaf eftir eins og nr.2 engin nöfn og svo framvegis.
Nágranni Franks sem er lögreglumaður grunar hann um græsku en Frank hilur slóð sína svo vel að ekkert getur sannast. Síðan er Frank beðinn um að flytja pakka sem mun valda honum vandræðum það sem eftir er myndarinnar og er gaman að fylgjast með því...
The Lord of the Rings: The Two Towers0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mesta snilld allra tíma, Peter Jackson sem er einn besti leikstjóri í heimi, setur hlutina í góða mynd enn og aftur í þessari mynd. Myndin er ekki alveg eins og bókin en samt er hún ekkert verri fyrir það, í myndinni er barátta Sarúmans og Gandálfs í hámarki þar sem Gandalfur verður hinn hvíti þar að segja hann fær þá krafta sem Sarúman var með. Í myndinn kynnist maður Entunum
sem eru tré sem geta gengið, talað og gert marga hluti sem menn geta, einnig sér maður Ollifant(sem var allt öðruvísi en ég hélt)
í her Saurons. Í myndinni er fylgst með Fróða og Sóma og leið þeirra til Mordor, för Káts og Pípins sem fangar Úrúkhæa á leið til Sarúmans og ferð Argorns, Legolasar og Gimla sem eru að leita að Káti og Pípni. Svo hefur hver persóna sinn hlut í stríðinu við Sauron og Sarúman. Ég er samt ekki sáttur við persónu Faramírs í myndinni en þar sér maður græðgi mannana í hinni fyllstu mynd, en J.R.R Tolkien lét Faramír vera göfugan mann en þessu hefur Peter Jackson breytt til að halda uppi spennuni í sögunni.
Die Another Day0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér fannst þetta alveg ágæt mynd en sum atriði eiga sér ekki heima í Bondmynd, sem dæmi er bíllinn svoldið asnalegur (á sér ekki heima í Bond mynd, sem dæmi ósýnileikinn er eitthvað sem á sér engan stað í Bond mynnd, frekar Star Trek) og söguþráðurinn er ekki í samræmi við bækur Ian Flemmings (skapanda Bonds).
Fyrsti klukkkutíminn er ágætur en eftir það verður þetta leiðinlegra,vegna þess að söguþráðurinn fer til fjandans eftir það, íshöllin er cool en samt mjög óraunveruleg(sjávarborgin í The spy who loved my var mun flottari) en það er samt gott að okkar kæra frón er í söguþræðinum. Húmorinn skemmtilegur og hann hættir aldrei að vera það eftir því sem líður á myndina.
'Agæt mynd sem allir Bondaðdáendur ættu að fara á og kvikmyndaunnendur líka því að þrátt fyrir að þessa vangalla er þetta Bond, vinsælasti njósnari allra tíma sem er ódauðlegur í kvikmyndasögunni.

