Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Vanilla Sky
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Vanilla sky, Mulholland drive og Memento eru skyldar (og fleiri sem verða ekki taldar hér). Þær fjalla allar um upplifun á raunveruleikanum og hvernig margt getur farið úr böndunum þegar skynjun mannsins er ekki á hreinu. Einnig eiga þær það sameiginlegt að fara fram og aftur í frásögninni.

Vanilla sky er gerð fyrir fólk sem er til í að hugsa aðeins á meðan það horfir. Hún er áskorun vegna þess að hún krefst þess að maður sé til í að gleyma venjulegum frásagnarhætti í kvikmynum og tilbúin/n að prófa eitthvað nýtt. (David Lynch er mikið fyrir að skora svona á áhorfendur og ég er viss um að þetta á eftir að komast meira í tísku hjá leikstjórum.)

Þetta er flott mynd en maður verður að vera í rétta skapinu held ég til að taka hana almenninlega inn. Upprunalega útgáfan, sem var kölluð Opnaðu augun á íslensku, er mjög góð líka en það er ekki hægt að segja að hún sé betri. Þær eru bara nokkuð jafnar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei