Gagnrýni eftir:
Stella í framboði0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Halló Halló! ég fór á þessa mynd með háar vonir og borgaði heilan þúsund kall á hana... og hvað fékk ég í staðinn? skað brunnið popp :) mynd með engum söguþráð og þá meina ég ALLS ENGUM, sem virtist bara vera ca. 70 í lengd og hvað get ég eiginlega sagt! I WANT MY MONEY BACK! :( ég er mjög svekktur yfir þessum hlut sem þeir kjósa að kalla kvikmynd
Takk fyrir.
8 Mile0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Jæja já... Það segir sig sjálft að þessi gaur sem skrifaði um 8 mile hérna á undan mér, veit ekkert í sinn haus það sem varðar kvikmyndir allavega. Vissulega hafa allir rétt á sinni eigin skoðun, en ég fór nú á þessa mynd með frænda mínum (sem er mjög hard to please einstaklingur) og hann dýrkaði hana... ég dýrkaði hana! og miðað við flesta sem hafa skrifað ummæli hérna á kvikmyndir.is þá dýrka flestir þessa mynd og það ku alveg verða að veruleika að Eminem myndi fá óskarinn fyrir leik sinn í þessari mynd. Svo er fólk að tala um að þetta sé nú ekkert, því að hann er bara að leika sjálfan sig... Well, það er nú bara alls ekkert auðvelt að leika sjálfan sig, dömur mínar og herrar, pælið nú aðeins í þessu, hvernig mynduð ÞIÐ standa ykkur, ef að ykkur yrði hent fyrir framan cameru og sagt við ykkur be yourself hahaha! það tækist aldrei... maður færi að yfirhugsa sinn eigin karakter og myndir klúðra öllu. Eminem keeps a COOL head og veldur engum vonbrigðum í þessari hörku skemmtilegu og spennandi mynd sem fær í fyrsta sinn af öllum myndum heilar 4 stjörnar frá mér... þessi mynd er fyrir alla...!... allir ættu að sjá hana og persónulega hefði ég borgað 5000kr inn í bíó til að fá að sjá hana!
Takk fyrir.
Mr. Deeds0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hvað getur maður svo sem sagt um Mr. Deeds? Well... Hún er tær snilld! í öðrum orðum: Ladies and Gentlemen, Adam Sandler is back! Eftir að hafa gengið í gegnum erfiðan tíma eftir mikið gagngríni af myndum eins og Little Nicky og svoleiðis, snýr hann hér aftur í mynd sem er í anda Big Daddy og með svipuðum aggressive sick húmor eins og í Happy Gilmore. Myndin fjallar um óspiltan smábæjar gaur, sem með einstakri heppni erfir 40.000.000. dollara frá frænda sínum sem að hann hefur ekki einu sinni séð. Málið er að hann er his closest living relative í öðrum orðum... þessi frændi hans var MJÖG einmanna gaur. Ja... Svo þarf hetjan okkar Mr. Deeds að fara til N.Y. city til að ganga frá papírunum og lendir í alls konar basli á meðan á þeirri ferð stendur. Húmorinn er á öllum levelum í þessari mynd, gífurlega hár! Hann nær vissulega stundum þvílíku heimsku stigi að brandararnir eru ekki alveg að virka, en vá! ég grenjaði úr hlátri á tímum! =) Frábær mynd! Worth the money! Og verður að sjást í bíó!

