Gagnrýni eftir:
The Bourne Identity0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Núna má vera að ekki sé tekið mikið mark á mér, en þesi mynd stóð alls ekki undir væntingum mínum! Ástæðan er sú að ég hef marglesið bókina og er söguþráðurinn í henni svo stórkostlegur að ég bjóst ekki við öðru en að honum yrði haldið! En nei, svo var ekki, það eina sem var líkt var nafnið, Jason Bourne og svo var byrjunin í nokkru samræmi! Annað ekki!
Sjálf myndin fjallar um Jason Bourne, sem rekur um Miðjarðarhafið með tvö skotsár á bakinu. Lítill fiskibátur finnur hann að lokum og gerir skipstjórinn að sárum hans. Hann reynir svo að fá út úr honum hvað hann heitir en hann veit það ekki. Kemst Jason svo að því að hann veit fullt af óeðlilegum hlutum. Finnur skipstjórinn örfilmu í mjöðminni á Jason þar sem stendur númer á bankareikningi í Sviss. Fer Jason þangað og kemst þar að nafni sínu. Svo hefst eltingaleikur milli Jason og ónafngreindra aðila og liggur leiðin m.a. til Parísar og Zurich. Oft teflir Jason á tæpasta vað, en tekst með hjálp Marie, konu sem hann borgar fyrir að keyra sig til Parísar að komast að því hvað þetta snýst allt um.
Ráðlegging mín til þeirra sem hafa beðið spenntir eftir myndinni þar sem þeir hafa lesið bókina er að þeir skuli ekki gera sér allt of miklar vonir, sagan er alveg rifin úr samhengi og er skömm að hún beri sama nafn og bókin. Stjörnurnar fær myndin fyrir góðan leik, en Matt Damon var stórkostlegur í hlutverki David/Jason!

