Gagnrýni eftir:
Vanilla Sky0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Vanilla sky er mynd sem krefst fullrar athygli og jafnvel tveggja áhorfa fyrir flesta.
Eins og fram kemur í sumu sem aðrir hér hafa skrifað þá er þetta ekki mynd fyrir alla því hún krefst hæfileika og athyglisgáfu af áhorfandanum svo að hann upplifi myndina til fulls.
Stórleikur Tom Cruise sem endurtekur leikinn og stórbætir hann, frá því í Magnolia, hættur að vera bara sæti strákurinn og sýnir okkur hvað hann er góður sem ljóti strákurinn.
Aðrir leikarar standa sig með prýði og myndin sem er vel heppnað sambland af 6th sense,Memento og Matrix er dularfull fjögurra stjörnu skemmtireið sem ætti að koma flestum á óvart.

