Gagnrýni eftir:
Vanilla Sky0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég vil byrja á því að segja að ég vil engum svo slæmt að fara á þessa mynd, ÞVÍLÍK HÖRMUNG! Ég sé mikið eftir því að hafa ekki farið í hlénu eins og ég var mikið að pæla í en ég ákvað að klára myndina af því að ég hélt að það væri ekki nema svona c.a. 45min. eftir en nei það var þá 1 og hálfur tími eftir þegar hléið var búið. Þessi mynd er tvíælalaust leiðinlegasta mynd sem ég hef séð. Ég mæli eindregið með því að kvikmyndahúsin sem sýna þessa hörmun verði með prest fyrir utan salinn þegar myndin er búin til að veita áfallahjálp fyrir þá sem fara á myndina.
Ég mæli eindregið með því að fólk fari ekki á þessa mynd nema að það vilji fara í bíó til að láta sér leiðast.

