Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Kill Bill: Vol. 1
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég skemmti mér konunglega yfir þessari mynd. Nostalgískur kokteill þar sem Uma var æðisleg í hlutverki sínu. Þetta er samt líklegast mynd sem fólk fílar í botn eða alls ekki. Ef þú hefur gaman af shogun assasin, fist of fury eða spaggettí vestra þá verðurðu ekki fyrir vonbrigðum með þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Resident Evil
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er frábær, Stútfull af bregðu og slagsmálaatriðum. Ég sá hana í San Francisco og átti ekki von á miklu en frá því að hún byrjaði gat ég varla setið kyrr í 2 mín samfleytt. Spennan byrjar strax á fyrstu mínútu og endaði ekki fyrr en í lok myndarinnar. Þetta er nokkurskonar blanda af Evil Dead, Memento og The One.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Vanilla Sky
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ein af þessum fáu myndum sem dregur mann eftir allri flóru tilfinninganna og skilur mann eftir ruglaðann og ofhugsi. Besta mynd sem ég hef séð í mörg ár. Ég ætla mér að leigja spænska frumritið á morgun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei