Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Kick-Ass
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Kom á óvart og bara mögnuð í alla staði
Ég hafði aldrei neitt mikla trú á þessari mynd. Það er kannski bara ég, en áhugi minn á ofurhetjamyndum hefur aldrei verið upp á það besta upp á síðkastið.

Kick-Ass er án efa ein besta og ein klikkaðasta ofurhetjamynd sem ég hef séð.

Plúsar:
1 - Handrit myndarinnar er rosalega gott. Mikill plús í þessu.
2 - Action-ið er ómótstæðilega gott.
3 - Leikararnir eru upp á sitt besta, og leikstjórinn Matthew Vaughn heldur þessu á réttum kjöl.
4 - Tæknibrellurnar eru frábærar.
5 - Myndataka og klippingar eru til fyrirmyndar.
6 - Myndina vantar ekki ofbeldið og blóðið. Sum atriði eru einum of góð.
7 - Myndin gæti alveg verið tilnefnd sem besta myndin, hún er ekkert flopp.
8 - Hún er fáranlega fyndin einnig, ein skets sem ég vældi úr hlátri.
9 - Chloë Moretz skarar fram úr og á mikla framtíð fyrir sér. Á skilið einn heilan fyrir það.

Ég gef henni engan mínus og ég mæli með að þú horfir á hana STRAX! Ég held mikið upp á hana og hún kom mér ótrúlega á óvart. Hún er hæfilega löng, popp og kók og bara enjoy ;)

9/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Kickin It Old Skool
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mjög Svöl, en frekar innihaldslaus og fyrirsjáanle
System-ið hjá mér virkar þannig að ég gef plúsa og mínusa. Hámarkið er að fá 10 plúsa en ég set alltaf út á veikleika myndar ef það fást ekki 10. Spoiler-ar geta átt sér stað.

Plúsar:

1 - Myndin er mjög svöl, eins og kemur fram í fyrirsögninni.
2 - Flestir aðalleikarar standa sig vel.
3 - Aukaleikararnir eru frábærir. Allir.
4 - Tónlistin er notuð mest öll á 80's tímabilinu. Hún er mjög catchy.
5 - Margir sketsar eru mjög góðir, og sérstaklega Step-keppnin.
6 - Myndin er fyndin :)

Mínusar:

1 - Handritið er frekar innihaldslaust og fer í svolítið ranga átt.
2 - Óþolandi þessi væmnu atriði.
2,5 - David Hasselhoff kemur í örlitlu hlutverki og er bara fíflalegur.
3 - Myndin á það til að ýkja og þá fer það bara að verða langdregið.
4 - Hún er mjög fyrirsjáanleg.

Þessi mynd er fín og mæli ég með henni hiklaust ef þig langar að hlægja. Hún á það til að hafa sínar lægðir og handritið fer stundum úrskeiðis, en hún er mjög fín svona step-show. Vantar lítið upp á söguþráð og leikara.

6/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei