Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Perfume: The Story of a Murderer
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Perfume: The Story of a Murderer er byggð á samnefndri skáldsögu sem hefur vakið töluverða athygli. Myndin fjallar um strák sem hefur einstakt lyktarskyn. Strákurinn er alinn upp í einskonar þrælkunarvinnu en dreymir um, þegar hann er orðinn eldri, að læra að ,fanga lyktir' og búa til besta ilmvatn í heimi.

Myndin er vel gerð og gefur bókinni í raun ekkert eftir. Leikmyndin í myndinni er mjög flott og fáguð.

Að mínu mati er fyrrihluti myndarinnar mjög góður en því miður fer myndin versnandi og í lokin þá er farið út í algjört rugl, mesta rugl sem ég hef séð! Það var bókstaflega hlegið í kvikmyndahúsinu þegar ég sá myndina, þetta var fáránlegt.

Fyrir fólk sem vill meira en skemmtun út úr kvikmynd (eitthvað listrænt, eitthvað nýtt) þá er þetta eflaust ágætis mynd. En meðalmanninum sem leitar sér að góðri afþreyingu honum vil ég ráðleggja að fara á aðra mynd, nema hann kannski horfi fram að hléi, svo getur hann farið.

Ég gef myndinni tvær og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei