Gagnrýni eftir:
Unbreakable0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd er tilgerðarlegt crap sem rembist við að vera dulúðug. Barnalegar og hallærislegar tengingar við bandarísk hasarblöð, þar sem reynt er að gæða þau einhverri djúpri merkingu eru blátt áfram ömurlegar. (Tókuð þið eftir textainnganginum, þar sem þeir reyndu að klóra í bakkann með svona víst eru Comic-blöðin vinsæl, víst eru margir sem lesa þau) Samuel Jackson líður verulega illa í hlutverki öryrkjans í diskóklæðunum og maður hefur ekki minnsta snefil af áhuga á þessum leiðinlega karakter sem Bruce Willis leikur. (nb. ég hef ekkert generalt á móti Bruce Willis, týpan þarna er bara 100% óspennandi) Handritið er svo götótt að það má keyra trukk í gegnum stærstu holurnar, come on; maðurinn þarf að spyrja hversu marga veikindadaga hann hefur tekið? Svar: engan!!! Hann er kominn á fimmtugsaldur og það virðist koma honum rosalega á óvart að hann hafi, þegar að er gáð, aldrei verið veikur eða slasast!!! Ég hefði getað fengið svooooo mikið bland í poka fyrir þennan 450 kall :-(
Meet the Parents0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Eftir mjög slæma dóma í blöðum um myndina lét ég hana bíða þar til ekkert annað var eftir og tók hana þá með ólund. Það styrkti slæma tilfinningu að sjá þessa hallærislegu mynd á kápunni. En viti menn, þetta var prýðis mynd, Stiller og De Niro auðvitað báðir brilljant eins og oftast og ég hló bara helling. Maður tekur hana ekki ef mann langar að sjá Taxi Driver, en í samanburði við aðrar 'vitlausar' gamanmyndir, þá þarf þessi ekkert að skammast sín.
There's Something About Mary0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Látið ekki lummulegt cover eða veggspjöld blekkja. Þetta er alvöru mynd sem menn verða að sjá. ps. Það er ekki rétt að allir brandararnir séu fyrir neðan mitti. Það var t.d. einn brandari sem snerist um eyra og hár!

